Íslenska

Upplýsingar um SNAPS verkefnið á Íslensku

SNAPS: Snow, Ice and Avalanche Applications.

SNAPS verkefnið snýst um að þróa og bæta þjónustu sem tengist snjó og snjóflóðum á samgönguleiðum innan valinna svæða á norðurslóðum Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Meginaðilar verkefnisins eru stofnanir sem hafa sérfræðiþekkingu á snjó, ís og snjóflóðamálum. Samgönguyfirvöld og sveitarstjórnir taka þátt í verkefninu sem aukaaðilar.

Snjóflóðaspár fyrir samgönguyfirvöld (Vegagerðir) verða þróaðar frá grunni í sumum löndum og þjónustan sem fyrir er bætt annars staðar. Niðurstaðan verða svipaðar snjóflóðaspár á öllum svæðum sem sérfræðistofnanir gera fyrir samgönguyfirvöld og þannig fá þau hjálpartæki til að taka ákvarðanir um lokanir vega eða útgáfu aðvarana til almennings.

Snjókort í „nær-rauntíma“ byggð á gervitunglamyndum verða gerð aðgengileg almenningi fyrir þau landsvæði sem SNAPS verkefnið nær til. Kortin verða þróuð áfram með það að markmiði að þau geti nýst við skafrennings- og snjóflóðaspár fyrir samgönguleiðir.

Til þess að tryggja að þeir þjónustupakkar sem þróaðir verða í SNAPS nýtist vegfarendum sem best, eru myndaðir sérstakir hópar vegfarenda sem taka þátt í verkefninu í hverju þátttökulandi fyrir sig. Þessir hópar eru beðnir um tillögur og athugasemdir við afurðir verkefnisins þegar þær eru á þróunarstigi.

SNAPS verkefnið mun stuðla að öruggari vegum og öðrum samgönguleiðum og betri nýtingu þeirra, og þannig stuðlar verkefnið einnig að bættri samkeppnishæfni og sjálfbærni samfélaganna á svæðinu.
  • NPP Logo

This website is built with Eplica CMS